Kynningarfundur Ábyrgra fiskveiða, staða og framtíð

Kynningarfundur Ábyrgra fiskveiða, staða og framtíð

20 nóvember 2019
Kynningarfundur Ábyrgra fiskveiða, staða og framtíð

Haustfundur Ábyrgra fiskveiða ses. (ÁF) var haldinn 6. nóvember sl. í Sjóminjasafninu á Grandagarði í Reykjavík. Fulltrúum aðildarfyrirtækja ÁF var boðið á fundinn ásamt lykilaðilum sem tengjast starfi ÁF á annan hátt. Einnig mættu fulltrúar frá Alaska Seafood Marketing Institute (ASMI) sem reka vottunarstarf, sambærilegt því sem ÁF heldur úti, og fulltrúar frá samtökum sjávarútvegs í Noregi og Danmörku, en Norðmenn hafa hafið undirbúning eigin vottunarverkefnis.

Á fundinum flutti Friðrik Friðriksson ávarp og ræddi stuttlega sögu ÁF og greindi frá samvinnu ÁF og ASMI í vottunarmálum, og hvernig hún gæti styrkt stöðu beggja aðila á þessu sviði. Finnur Garðarsson fór yfir stöðu félagsins í dag, þýðingu GSSI viðurkenningar ÁF og fleira sem tengist starfsemi félagins og hugmynda um sameiginleg markaðsmál í íslenskum sjávarútvegi. Skoða þarf hvernig starfsemi Ábyrgra fiskveiða félli inn í þá framtíðarmynd.

Jeff Regnart ráðgjafi ASMI í fiskveiðistjórnunarmálum útskýrði vottunarverkefni ASMI, sem er sambærilegt og ÁF vinnur með.

Kristján Þórarinsson hélt erindi um næstu skref í breyttum heimi, ógnanir og tækifæri, sem þyrfti að huga að eins og að vinna frekar með mögulega samstarfsfleti ÁF og ASMI sem væri jákvæð fyrir báða aðila.

Að loknum erindum voru almennar umræður.