Endurskoðuð útgáfa rekjanleikastaðals hefur verið gefin út

Endurskoðuð útgáfa rekjanleikastaðals hefur verið gefin út

28 mars 2019
Endurskoðuð útgáfa rekjanleikastaðals hefur verið gefin út

Tækninefnd Ábyrgra fiskveiða ses. (ÁF), hefur yfirfarið og uppfært rekjanleikastaðal ÁF. Uppfærður staðall, útgáfa 3.0 tekur gildi 29. mars 2019.

Efnislegar breytingar eru litlar, en orðalag er fært til betri vegar og íslensk þýðing staðalsins bertumbætt. Markaðs- og sölufyrirtæki þurfa nú að undirgangast viðhaldsvottanir á 18 mánaða fresti í stað 12 áður.

Heildarendurskoðun staðalsins er sú fyrsta síðan hann var fyrst gefinn út 2011.

60 daga kynningar- og umsagnarferli lauk þann 6. júlí 2017. Uppfærður staðall var samþykktur og hlaut formlaga faggildingu af hálfu faggildingaraðilans INAB (Irish National Accreditation Board) þann 12. febrúar 2019 skv. ISO17065 (Product and Process requirements).

Gildistaka uppfærðs staðals er 29. mars 2019. Nýjir umsækjendur IRF rekjanleikavottunar munu því verða teknir út eftir útgáfu 3.0 rekjanleikastaðalsins frá og með 29. mars 2019.

Útgáfu 3.0 IRF rekjanleikastaðalsins má sækja hér

Vottunarprógramm ÁF er viðurkennt af GSSI (Global Sustainable Seafood Initiative).