Iceland Responsible Fisheries á Sjávarútvegssýningunni í Boston

Iceland Responsible Fisheries á Sjávarútvegssýningunni í Boston

28 mars 2019

Iceland Responsible Fisheries (IRF) var eitt þeirra íslensku þátttökufyrirtækja sem tóku þátt í Seafood Expo North America sem haldin var í Boston dagana 17.-19 mars sl.

Sýningarþátttakan var skipulögð af Íslandsstofu sem sá um hönnun og skipulagningu viðburðarins sem fjöldi gesta sækir ár hvert. Langflestir gestir koma frá Bandaríkjunum eða um 70%. Íslensku fyrirtækin sem sýndu í Boston eru: í vinnslu og sölu sjávarafurða/eldisafurða, framleiðslu á tækni- og tækjabúnaði og þjónustu við sjávarútveginn. Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt á þjóðarbás Íslandsstofu auk IRF voru Arnarlax, HB Grandi, Ice-Co Foods, Iceland Seafood, Matorka, Menja, Nora Seafood, Novo Food, Ora/Iceland´s Finest, Eimskip, Skaginn 3X, Valka og Wise. Þá tóku nokkur íslensk fyrirtæki í viðbót þátt á eigin vegum.

Fulltrúi IRF á sýningunni var Finnur Garðarsson frá Ábyrgum fiskveiðum og hitti hann hagsmunaaðila og fulltrúa fyrirtækja ásamt því að funda með aðilum sem tengjast vottun veiða. Þá sótti stjórnarformaður Ábyrgra fiskveiða, Friðrik Friðriksson, fund Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI)  um fyrirhugaða mælistiku (Benchmark Tool) sem nær yfir vottunarprógrömm sem taka til félagslegrar sjálfbærni (Social sustainability).