Conxemar sýningin í Vigo á Spáni

28 september 2012

Sjávarútvegssýningin Conxemar verður haldin dagana 2.-4. október í Vigo á Spáni. Iceland Responsible Fisheries verður með bás á sýningunni (nr. E16) og kynnir notkun á upprunamerkinu í markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum og ábyrgar fiskveiðar. Íslandsstofa sér um skipulag og undirbúning.

Þann 1. október verður haldin ráðstefna, The World Congress on Cephalopods, en hún er skipulögð af FAO og Conxemar. Sjálfbærni og umhverfismerkingar verða m.a. til umfjöllunar á ráðstefnunni sem ætluð er sérfræðingum og yfirmönnum í sjávarútvegi og stjórnkerfi sjávarútvegs. Meðal ræðumanna er Dr. Kristján Þórarinsson sem er yfirmaður tækninefndar Iceland Responsible Fisheries. Mismunandi vottun byggð á alþjóðlegum stöðlum verður til umfjöllunar á ráðstefnunni og hversu vel neytendur á ólíkum mörkuðum viðurkenna umhverfismerkingar.  Hér má skoða dagskrá ráðstefnunnar í heild.

Hafið samband við Guðnýju Káradóttur, gudny@islandsstofa.is varðandi nánari upplýsingar og til að bóka fundi meðan á sýningunni stendur.