Fiskafurðir og upprunamál: kynning 18. okt. í Frakklandi
Markaðsstarf á íslenskum sjávarafurðum undir merkjum Iceland Responsible Fisheries verður kynnt á ráðstefnu fimmtudaginn 18. okt. í París. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Sustainability, national branding of seafood products: competing or complementary messages?“. Fulltrúar sjö landa munu fjalla um hvernig þau kynna sjávarafurðir, uppruna og sjálbæra nýtingu fiskistofna. Þetta eru Írland, Noregur, Bretland, Frakkland, Bandaríkin (Alaska), Ísland og Kanada. Ráðgjafafyrritækið SeaMatters stendur fyrir fundinum, en fyrirtækið gerir markaðsrannsóknir og veitir ráðgjöf á sviði markaðssetningar á sjávarafurðum og sjálfbærrar nýtingar auðlinda hafsins.
Fundurinn er ætlaður innkaupaaðilum, smásölukeðjum, dreifingaraðilum, vinnsluaðilum og hagsmunaaðilum sem hafa áhuga á málefninu. Íslenskir útflytjendur sjávarafurða til Frakkalands eru hvattir til að vekja athygli kaupenda á fundinum.