Sjávarútvegsráðstefnan 2019

7 nóvember 2019 - 8 nóvember

Sjávarútvegsráðstefnan 2019 verður haldin í Hörpu, 7.-8. nóvember. Boðið verður upp á 17 málstofur og mun Íslandsstofa vera með umsjón með einni þeirra sem fer fram á ensku og ber heitið The importance of origin og fer fram föstudaginn 8. nóvember í Silfurbergi A, kl. 10:40-12:20.

Um málstofuna: Sjávarafurðir hafa verið mikilvægasta útflutningsafurð Íslendinga svo lengi sem elstu menn muna. Vita neytendur úti í hinum stóra heimi hvort fiskurinn á diski þeirra komi frá Íslandi? Skiptir uppruni vörunnar neytandann máli? Hvernig birtist íslenskur fiskur neytendum á mikilvægustu mörkuðum okkar? Hvaða tækifæri eru fólgin í því að vera með sterka upprunatengingu? Í þessari málstofu fáum við að heyra árangur Alaska varðandi upprunamerki fyrir sjávarafurðir og sjáum nýjar niðurstöður úr neytendakönnun um íslenskan fisk á helstu útflutningsmörkuðum. Þá heyrum við einnig reynslusögur frá erlendum aðila og einum fremsta matreiðslumanni Íslands um hvernig þeir tengja hráefnið við Ísland og hvernig þeir segja söguna af íslenska fiskinum.