Saltfiskur í Suður Evrópu áfram árið 2014
Eins árs markaðsverkefni sem sett var á laggirnar í febrúar 2014 fer nú að ljúka og hefur verið ákveðið að halda því áfram árið 2014. Yfirskrift verkefnisins er "Taste and share the secret of Icelandic Bacalao" og eru Spánn, Ítalía og Portúgal áherslumarkaðir. Markmiðið að styrkja orðspor og ímynd íslenskra saltfiskafurða sem úrvals afurða með því að vekja athygli á íslenskum uppruna og sérstöðu sem tengist gæðum og hreinleika og auka áhuga á íslenskum fiski og styrkja samkeppnisstöðu íslenskra saltfiskafurða. Í skilaboðunum er unnið með íslenska þorpið, fagmennsku og þekkingu til að byggja upp ímynd gæða. Farnar eru óhefðbundnar leiðir, stafræn miðlun, video og dreifing skilaboða og efnis á samfélagsmiðlum, sem og almannatengsl og kynning fyrir fjölmiðlafólki.
Sá árangur sem náðst hefur nú þegar er m.a. aukin umræða um íslenskan fisk í fjölmiðlum og á bloggi og samfélagsmiðlum.
Fyrirtækjum sem framleiða og selja saltfiskafurðir er boðið að vera með, sem og öðrum hagsmunaaðilum, þjónustufyrirtækjum o.fl. Samráðsfundur með þátttökufyrirtækjunum verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar kl. 14.
Nánari upplýsingar veita Björgvin Þór Björgvinsson, verkefnisstjóri, bjorgvin@islandsstofa.is og Guðný Káradóttir forstöðumaður, gudny@islandsstofa.is sími 511 4000.