Nýr uppfærður staðall gefinn út
Endurskoðaður fiskveiðistjórnunarstaðall Ábyrgra fiskveiða (2. útgáfa) hefur verið gefin út og tekur gildi þann 1. júlí 2016.
Tækninefnd Ábyrgra fiskveiða ses (ÁF) hefur lokið ítarlegri endurskoðun fiskveiðistjórunarstaðals ÁF. Önnur útgáfa hefur verið gefin út og tekur hún gildi þann 1. júlí 2016. Þetta er fyrsta formlega endurskoðun staðalsins frá því staðallinn var fyrst gefinn út árið 2010, en það ber að gera á fimm ára fresti.
Eftir 60 daga opinbert kynningar- og umsagnarferli, sem lauk þann 19. júní sl., samþykkti tækninefndin formlega uppfærðan staðal þann 28. júní sl. og tekur uppfærður staðall gildi þann 1. júlí 2016. Allar veiðar verða því vottaðar eftir þessari uppfærðu útgáfu staðalsins frá og með 1. júlí 2016.
Uppfærða útgáfu staðlasins má nálgast hér á vefnum.
Nánari upplýsingar veitir Finnur Garðarsson, formaður tækninefndar, sími 896 2400, finnur@irff.is