Heimsóknir til þátttökufyrirtækja Ábyrgra fiskveiða
Starfsmenn Ábyrgra fiskveiða (ÁF) hafa ásamt Íslandsstofu heimsótt þátttökufyrirtæki ÁF að undanförnu. Starfsemi ÁF hefur verið kynnt og farið yfir hvað sé framundan í vottunarmálum og kynningarstarfi á markaði. Lögð hefur verið áhersla á að heyra hljóðið í mönnum og ræða saman um tilgang og mikilvægi vottunar ábyrgra fiskveiða. Fundirnir hafa tekist mjög vel og ljóst er að áhugi á þessu málefni er mikill. Það sem af er hausti hafa fyrirtæki á Norðurlandi, Snæfellsnesi, Suðurnesjum, Vestfjörðum og Vestmannaeyjum verið heimsótt en stefnt er að því að sækja heim þátttökufyrirtæki ÁF á Austurlandi á næstunni.