Heimsóknir til þátttökufyrirtækja Ábyrgra fiskveiða

Heimsóknir til þátttökufyrirtækja Ábyrgra fiskveiða

12 nóvember 2015

Starfsmenn Ábyrgra fiskveiða (ÁF) hafa ásamt Íslandsstofu heimsótt þátttökufyrirtæki ÁF að undanförnu. Starfsemi ÁF hefur verið kynnt og farið yfir hvað sé framundan í vottunarmálum og kynningarstarfi á markaði. Lögð hefur verið áhersla á að heyra hljóðið í mönnum og ræða saman um tilgang og mikilvægi vottunar ábyrgra fiskveiða. Fundirnir hafa tekist mjög vel og ljóst er að áhugi á þessu málefni er mikill. Það sem af er hausti hafa fyrirtæki á Norðurlandi, Snæfellsnesi, Suðurnesjum, Vestfjörðum og Vestmannaeyjum verið heimsótt en stefnt er að því að sækja heim þátttökufyrirtæki ÁF á Austurlandi á næstunni.