Vegna vottunar ýsu- og ufsaveiða Íslendinga

Vegna vottunar ýsu- og ufsaveiða Íslendinga

13 nóvember 2013

- Til fyrirtækja, sem eru aðilar að Iceland Responsible Fisheries (IRF) verkefninu.

Veiðar Íslendinga á ýsu og ufsa í íslenskri fiskveiðilögsögu hafa hlotið vottun sem byggir á ströngustu kröfum sem settar eru á alþjóðavettvangi. Sjá nánar 

Þau fyrirtæki, sem hyggjast nota vottunina þurfa að sækja sérstaklega um það hjá Global Trust Certification ltd. Þegar heimild er fengin er unnt að merkja umbúðir afurða þessara tegunda með auðkennismerki vottunar (IRF Certification mark). Einnig er hægt að nota merkið með öðrum viðurkenndum hætti í markaðslegum tilgangi samkvæmt reglum þar um.

1.     Fyrirtæki sem þegar hafa hlotið rekjanleikavottun (Chain of Custody) vegna þorsks senda einfaldlega tölvupóst til Julie McDonald hjá Global Trust og óska eftir því að ýsu og ufsa sé bætt inn á  CoC skírteinið. Tölvupóstfang Julie er juliemcdonald@gtcert.com

2.     Fyrirtæki sem ekki hafa þegar hlotið rekjanleikavottun, en hyggjast nota þorsk-,  ýsu- eða ufsavottun, þurfa að sækja um vottunina og standast úttekt. Sjá nánari upplýsingar um rekjanleikavottun á http://www.responsiblefisheries.is/islenska/vottun/rekjanleikavottun/

Frekari upplýsingar veitir:

Finnur Garðarsson, verkefnastjóri

Ábyrgum fiskveiðum ses.

finnur@fiskifelag.is

Sími 591 0308