Nýr starfsmaður Ábyrgra fiskveiða

Nýr starfsmaður Ábyrgra fiskveiða

7 júní 2019
Nýr starfsmaður Ábyrgra fiskveiða

Sigrid Merino Sardà, lögfræðingur, hefur verið ráðin tímabundið í hlutastarf í stöðu sérfræðings hjá Ábyrgum fiskveiðum til að sinna sérverkefnum, m.a. ýmissi greiningarvinnu sem tengjast vottunarmálum, samskiptum við vottunaraðila og önnur vottunarprógrömm sem við höfum samskipti við. Einnig mun hún sinna verkefni sem snýr að viðhaldi GSSI viðurkenningar vottunarprógramms Ábyrgra fiskveiða.

Sigrid er með BA lögfræðipróf frá Háskólanum í Barcelona 2013. Hún flutti til Íslands 2014 og lauk mastersgráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Lokaritegrðin fjallaði um ólöglegar veiðar utan lögsögu ríkja og skortur á alþjóðlegu lagaumhverfi. Horfur á breytingum.

Sigrid er okkur að góðu kunn vegna fyrri starfa hjá Íslandsstofu tengdum málefnum Ábyrgra fiskveiða.