Fáðu nýjustu fréttir af sjávarútvegi og fiskeldi beint í æð

Fáðu nýjustu fréttir af sjávarútvegi og fiskeldi beint í æð

20 maí 2021

Ráðstefnan North Atlantic Seafood Forum (NASF) verður haldin á vefnum dagana 8.- 10. júní 2021. NASF er stærsti vefviðburðurinn í sjávarútvegi og fiskeldi á þessu ári

en þar verða fluttir yfir 160 fyrirlestrar í 18 málstofum og er búist við yfir 2500 gestum úr hinum ýmsu hlekkjum í virðiskeðju sjávarafurða. Ekki láta þennan viðburð fram hjá þér fara!

Íslensk fyrirtæki og einstaklingar spila nokkuð stóran sess í dagskránni í ár og mun m.a. utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson flytja ávarp. Hér má skoða dagskrána.

Umfjöllunarefnin eru fjölmörg og fróðleg en þar má m.a. nefna eftirfarandi málstofur:  

  • Nýjar framleiðsluaðferðir í fiskeldi
  • Konur í sjávarútvegi
  • Framboð og markaðir fyrir hvítfisk
  • Framboð og eftirspurn í rækju
  • Fjárfestingar í sjávarútvegi
  • Framboð og markaðir uppsjávartegunda
  • Sjálfbærni og sjávarafurðir

Kostnaður verður í lágmarki að þessu sinni eða aðeins 290 evrur á þátttakanda (afsláttur er veittur fyrir fyrirtæki sem skrá fleiri þátttakendur).

Áhugasamir um þátttöku eru hvattir til að SKRÁ SIG HÉR

Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef MATÍS