Árleg viðhaldsvottun gullkarfa-, þorsk-, ýsu- og ufsaveiða

Dagana 8.-12. ágúst 2016 fer fram á vegum Global Trust Ltd. vottunarstofunnar, árleg viðhaldsvottun á gullkarfa-, þorsk-, ýsu- og ufsaveiðum. Viðhaldsvottunin nær til veiða þessara fjögurra tegunda innan íslenskrar lögsögu og allra veiðarfæra.
Óháð vottunarnefnd frá Global Trust Ltd. mun taka út veiðarnar gagnvart nýútgefnum og endurskoðuðum staðli um ábyrgar fiskveiðar (Iceland Responsible Fisheries Management Standard 2.0).
Nánari upplýsingar um vottunarnefnd og úttekt.