Rekjanleikavottun

Rekjanleikavottun 

Í kjölfar vottunar á veiðum á tilteknum fiskistofni geta öll fyrirtæki í virðiskeðjunni sótt um úttekt á rekjanleika til staðfestingar á uppruna sjávarafurða. Til þess að hljóta vottun samkvæmt staðli fyrir rekjanleika þurfa umsækjendur að sýna fram á að þeir uppfylli kröfurnar með tilstilli óháðrar úttektar sem framkvæmd er af viðurkenndum vottunaraðila.

Í kjölfar úttektar og staðfestingar á vottun á rekjanleika er hægt að sækja um heimild til að nota vottun og auðkennismerki vottunar (certification mark) sem markaðstæki við sölu- og markaðssetningu afurða úr vottuðum stofni. Eingöngu þau fyrirtæki, sem hafa gilda vottun á rekjanleika (Chain of Custody) geta sótt um þessa heimild. Samkvæmt staðlinum þurfa allir aðilar í virðiskeðjunni að hafa farið í gegnum úttekt og hlotið vottun til að hægt sé að nýta auðkenni vottunar í markaðssetningu afurðanna.

Öll fyrirtæki í virðiskeðju íslenskra sjávarafurða þurfa að sækja um heimild til að nota vottunina og auðkenni vottunar, ætli þau að nota þetta markaðstæki við sölu- og markaðssetningu afurða úr vottuðum stofni. Hægt er að sækja um þessa heimild að undangenginni úttekt á rekjanleika afurðanna (Chain of Custody audit) og staðfestingu slíkrar vottunar í formi vottunarskírteinis.

Umsóknarferli – rekjanleikavottun

Fyrirtæki þurfa að sækja um úttekt vegna rekjanleikavottunar (Chain of Custody audit) til Global Trust. Tengiliðir er Niamh Connor niamh.connor@saiglobal.com.  Mikilvægt er að kynna sér vel kröfur vottunar og lesa rekjanleikastaðalinn áður en sótt er um.

Umsóknarferlinu og úttektinni er lýst ítarlega hér á vefnum.

Hvað tekur langan tíma að fá vottun á rekjanleika?

Eftir að umsókn um vottun á rekjanleika í virðiskeðjunni hefur verið móttekin af vottunaraðila má áætla að um 1-3 mánuði taki að fara í gegnum úttekt og fá staðfesta vottun. Það fer þó eftir því hve vel fyrirtækið uppfyllir kröfur vottunar. Ef gerðar eru athugasemdir í úttekt, hefur fyrirtækið 28 daga til að bregðast við og ráðast í aðgerðir til að bæta úr.

Hvernig er eftirliti háttað?

Skráðir notendur bera sjálfir ábyrgð á því að viðhafa rétta notkun merkisins. Ábyrgar fiskveiðar ses. getur alltaf kallað eftir sýnishornum og upplýsingum um notkun merkisins að kostnaðarlausu og er notendum skylt að láta þær upplýsingar af hendi. Komi upp rökstuddur grunur um óréttmæta notkun ber notendum eða starfsmönnum viðkomandi að tilkynna Ábyrgum fiskveiðum ses. um slíkt. Global Trust hefur einnig hlutverki að gegna í eftirliti.

Verði aðili uppvís að ólögmætri notkun merkisins og bæti hann ekki úr innan þeirra tímamarka sem stjórn Ábyrgra fiskveiða setur honum, fyrirgerir hann öllum rétti sínum til frekari notkunar á vörumerkinu í tengslum við framleiðslu sína og aðra starfsemi. Velji fyrirtæki að fá vottun þá er það vottunaraðilinn sem framkvæmir reglulegt eftirlit með samningi þar um.

Rekjanleikavottun

Rekjanleikavottun frá Iceland Responsible Fishieries er merki um gæði og sjálfærar og ábyrgar fiskveiðar.

View All Videos
Rekjanleikavottun