Kynningarmál

Íslandsstofa sér um kynningarstarf á mörkuðum fyrir íslenskar sjávarafurðir undir merkjum Iceland Responsible FisheriesFagráð sjávarútvegs hjá Íslandsstofu starfar sem bakhjarl verkefnisins í mótun áherslna í markaðsstarfi. Í því eru tíu aðilar úr útgerð, vinnslu og markaðsfyrirtækjum í sjávarútvegi, auk fulltrúa úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Formaður fagráðsins er Inga Jóna Friðgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Brim Seafood.

Með markvissu innra starfi sjávarútvegsins og kynningarstarfi er unnið að því að skapa íslenskum sjávarafurðum verðmæta ímynd með því að tengja saman íslenskan uppruna afurðanna og ábyrgar fiskveiðar: íslenskur sjávarútvegur verði þekktur alþjóðlega fyrir að stunda ábyrgar fiskveiðar. Unnið er að því að  viðhalda trausti á markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir og er vottuninni ætlað að greiða íslenskum sjávarafurðum leið inn á mikilvæga markaði.

Markaðs- og kynningarstarf beinist einkum að kaupendum erlendis og dreifingaraðilum (B2B), þátttakendum í virðiskeðju íslenskra sjávarafurða en líka að áhrifaaðilum og þáttakendum í alþjóðlegum sjávarútvegi, þ.m.t. stjórnvöldum og stofnunum erlendis, sem og fjölmiðlum.

Vettvangur kynningarstarfsins er einkum eftirfarandi:

  • Sjávarútvegssýningar
  • Kynningarfundir
  • Vefurinn og internetið
  • Fundir með kaupendum og öðrum hagsmunaaðilum
  • Almannatengsl, greinaskrif, þátttaka í ráðstefnum o.þ.h.
  • Framleiðsla og dreifing á kvikmynduðu efni
  • Samstarfsverkefni Íslandsstofu

Mikið samstarf er við hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi í kynningarstarfi og vinnum við gjarnan með fyrirtækjunum í að kynna uppruna og ábyrgar fiskveiðar fyrir erlendum aðilum. Lögð er áhersla gegnsæi í upplýsingamiðlun og eru öll skjöl varðandi vottunina aðgengileg á vefnum.

Ávinningur af þátttöku í verkefninu


Ávinningur fyrirtækja af vekefninu er fjölþættur. Þau hafa aðgengi að markaðs- og kynningarefni og ýmis konar aðstoð við að kynna íslenskan uppruna og ábyrgar fiskveiðar. samhæft kynningarstarf skilar sér í markvissari kynningu á íslenskum sjávarafurðum og bættri ímynd.

Fyrirtæki sem veiða, vinna og selja fisk sem veiddur er í íslenskri lögsögu geta sótt um heimild til að nota upprunamerkið í markaðsstarfi. Þau fyrirtæki sem hlotið hafa vottun á rekjanleika geta sótt um heimild til notkunar á auðkenni vottunar. Athygli er vakin á að ákveðnar reglur gilda um notkun merkjanna, sem aðilar skuldbinda sig til að fylgja þegar sótt er um.

Nánari upplýsingar um markaðsmál og kynningarstarf IRF veitir Björgvin Þór Björgvinsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu, bjorgvin@islandsstofa.is,  sími 511 4000.