Fréttir og útgáfa

Viðburðir

Sjávarútvegssýning í Brussel 2018

Hvenær
24. apr. - 26. apr.

Staðsetning
Brussels

Website
https://www.seafoodexpo.com/global/

Iceland Reponsible Fisheries tekur þátt í afurðasýningunni Seafood Expo Global sem haldin er samhliða tækjasýningunni Seafood Processing Global, dagana 24.-26. apríl 2018 í Brussel. Íslandsstofa skipuleggur íslenskan þjóðarbás á báðum sýningunum.

Kaupendur og seljendur á íslenskum sjávarafurðum og aðrir hagsmunaaðilar eru boðnir velkomnir til fundar við starfsfólk Ábyrgra fiskveiða ses og Íslandsstofu sem sjá um að kynna verkefnið Iceland Responsible Fisheries, íslenskan sjávarútveg, vottun og markaðsmál IRF. Bás IRF er númer 834 í höll 6.

Einnig verður haldinn kynningarfundur undir merkjum Iceland Responsible Fisheries í samstarfi Íslandsstofu, Ábyrgra fiskveiða og sendiráðsins í Brussel þann 23. apríl. Á hann fá boð kaupendur og dreifingaraðilar íslenskra fiskafurða í Belgíu og Hollandi. Tilgangur fundarins að upplýsa um stefnu Íslands í fiskimálum, kynna rannsóknir og stöðu íslenskra fiskistofn, vottun og ræða markaðsmál.

Vinsamlegast hafið samband við Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@islandsstofa.is, Guðnýju Káradóttur, gudny@islandsstofa.is, eða Finn Garðarsson, finnur@irff.is, varðandi nánari upplýsingar eða bókun á fundum, eða hringið í síma 511 4000.

Þjóðarbásar Íslands

Í höll 6 verða eftirtalin fyrirtæki á þjóðarbás Íslands: Arnarlax, Novo Food, Sea Data Center, Iceland Pelagic, Isam, Ican, Vísir, About Fish, Triton, Félag atvinnurekenda, Íslandsbanki, Icemar, Icemark, Ice-co, G.ingason, Icelandic export center.

Í höll 4 verða eftirtalin tækni- og þjónustufyrirtæki á þjóðarbás Íslands: Valka, Samskip, Skaginn, Héðinn, Wise, Kapp og Borgarplast.

Upplýsingar um þjóðarbás Íslandsstofu veitir Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa.is

Hér má sjá video frá sýningunni 2017.