Sjávarútvegssýngin í Brussel

21 apríl 2020 - 23 apríl

Iceland Reponsible Fisheries tekur þátt í afurðasýningunni Seafood Expo Global sem haldin er samhliða tækjasýningunni Seafood Processing Global, dagana 21.- 23. apríl 2020 í Brussel. Íslandsstofa skipuleggur íslenskan þjóðarbás á báðum sýningunum.

Kaupendur og seljendur á íslenskum sjávarafurðum og aðrir hagsmunaaðilar eru boðnir velkomnir til fundar við starfsfólk Ábyrgra fiskveiða ses og Íslandsstofu sem sjá um að kynna verkefnið Iceland Responsible Fisheries, íslenskan sjávarútveg, vottun og markaðsmál IRF. 

Vinsamlegast hafið samband við Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@islandsstofa.is, eða Finn Garðarsson, finnur@irff.is, varðandi nánari upplýsingar eða bókun á fundum, eða hringið í síma 511 4000.

Upplýsingar um þjóðarbás Íslandsstofu veitir Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa.is