NASF í Bergen 2019

5 mars 2019, kl. 09:00 - 7 mars, kl. 15:00

Ráðstefnuna sækir áhrifafólk í alþjóðlegum sjávarútvegi, rúmlega 900 manns frá 300 fyrirtækjum frá 35 löndum. Megináherslan er á málefni Norður Atlantshafsins, stefnumarkandi málefni, nýsköpun, fjármál, sjálfbærni, framboð og markaðsmál. Fyrirlestrar eru um 150 talsins í 16 málstofum. Veitt eru nýsköpunarverðlaun og áhersla á ungt fólk í sjávarútvegi.

  MARKMIÐ MEÐ ÞÁTTTÖKU ÍSLANDS

  Markmið með þátttöku Íslands er að auka vitund um Ísland sem leiðandi sjávarútvegsþjóð á alþjóðavísu. Þar verður Ísland sýnt sem áhugaverður viðskiptaaðili vegna þekkingar, gæða og nýsköpunar í framleiðslu afurða, tækni og þjónustulausna.

  Þátttakan gefur tækifæri á að segja frá stöðu Íslands í sjálfbærri nýtingu auðlinda en er jafntframt tækifæri á að þjappa íslenskum sjávarútvegi saman og koma fram með sameiginleg skilaboð.  Þannig má auka slagkraft í kynningu sem nýtist öllum hagsmunaaðilum í íslenskum sjávarútvegi.

  Í tengslum við þátttökuna gefst einnig tækifæri til kynningar í fjölmiðlum sem fjalla um sjávarútveg á alþjóða vísu, bæði í aðdraganda og eftir viðburðinn.

  HVAÐ FELST Í ÞÁTTTÖKUNNI

  Sem gestaþjóð mun Ísland standa fyrir eftirfarandi atriðum í dagskrá ráðstefnunnar:

  • Fyrirlesarar frá Íslandi í málstofum ráðstefnunnar, m.a. ráðherrar. 
  • Sérstök 2ja klst. málstofa þann 5.mars kl. 15-17 þar sem fulltrúar íslenskra fyrirtækja kynna og miðla forystuhlutverki Íslands í sjávarútvegi og aukinni verðmætasköpun sem byggir á sjálfbærni, gæðum og nýsköpun (sustainability, quality and innovation). Þátttökufyrirtæki sem hafa áhuga að vera með erindi fá að senda inn tillögur en sérstakur undirbúningshópur velur síðan 6-9 erindi.
  • Ísland stendur fyrir móttöku í lok dags 6. mars.
  • Framleitt verður kynningamyndband um íslenskan sjávarútveg: Ísland - leiðandi sjávarútvegsþjóð á alþjóðavísu.
  • Framleidd verða stutt myndbönd um öll þátttökufyrirtækin sem notuð verða til að kynna einstök fyrirtæki auk þátttöku Íslands.
  • Upplýsingar um íslenskan sjávarútveg og þátttökufyrirtækin verða í ráðstefnuheftinu sem dreift er til allra ráðstefnu og verður einnig aðgengilegt á vefsvæði ráðstefnunnar. 

  HVERJIR GETA TEKIÐ ÞÁTT?

   Íslenskum aðilum, fyrirtækjum í framleiðslu, sölu og þjónustu við sjávarútveg, sem og aðilum í stuðningsumhverfi greinarinnar gefst tækifæri á að taka þátt. Þátttakan gefur tækifæri á að efla tengsl, taka þátt í samtali og taka púlsinn á því sem er að gerast í greininni á alþjóðavettvangi. Þá gefst þátttakendum tækifæri á að kynna vörur og þjónustu sína fyrir áhrifafólki í alþjóðlegum sjávarútvegi, sem og kaupendum, framleiðendum og sérfræðingum og ráðgjöfum. 

   Gjald vegna þátttöku er 100.000 kr. á fyrirtæki - ath. að þátttakendur fá 30% afslátt af ráðstefnugjaldi. Skráning fer fram á vef Íslandsstofu.

   Íslandsstofa hefur umsjón með undibúningi og þátttöku Íslands sem gestaþjóðar á ráðstefnunni. Tengiliður Íslands við NASF er Kristján Davíðsson og situr hann í stýrihóp ásamt fulltrúum frá Matís, SFS, Marel og Íslandsstofu.

   Nánari upplýsingar veita: Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@islandsstofa.is og Ingveldur Ásta Björnsdóttir, ingveldur@islandsstofa.is