China Seafood Expo

28 október 2020 - 30 október

Location:

Quingdao, China

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku íslenskra aðila í sjávarútvegssýningunni China Fisheries & Seafood Expo sem haldin verður dagana 28. - 30. október 2020 í Qingdao í Austur Kína.

Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@islandsstofa.is sér um að kynna sameiginlega hagsmuni sjávarútvegs, ábyrgar veiðar, vottun undir merkjum Iceland Responsible Fisheries sem og markaðsmál. Á sýningunni verður dreift bæklingi á kínversku um íslenskan sjávarútveg, vottun og helstu fisktegundir. 

Fjöldi sýnenda og gesta á China Fisheries & Seafood Expo hefur meira en tvöfaldast á undanförnum árum og er sýningin stærsta sinnar tegundar í Asíu með yfir 28.000 gesti og um 1400 sýnendur. Sýningin er m.a. ætluð fyrirtækjum í vinnslu sjávarafurða, framleiðslu tækni- og tækjabúnaðar, sem og öðrum sem sinna þjónustu við sjávarútveginn. 

Berglindi Steindórsdóttur sýningarstjóri hefur umsjón með þjóðarbás Íslands á sýningunni, berglind@islandsstofa.is.

Nánari upplýsingar um China Fisheries & Seafood Expo er að finna á vef sýningarinnar.