Fréttir og útgáfa

23.10.2013

Kynning á saltfiskafurðum hafin á Spáni

Íslenski básinn fékk mikla athygli á sjávarútvegssýningunni í Barcelona og tóku fjölmiðlar og sjónvarpsstöðvar m.a. viðtöl við spænska matreiðslumanninn Rubén Barrios sem tók þátt í kynningunni og gaf gestum að smakka dýrindis rétti úr saltfiski. Ísland tók þátt í Master Class þar sem þorskur úr Norður Atlantshafi var kynntur af einum fulltrúa íslensku fyrirtækjanna og gestir fengu að sjá eldamennsku og kynningu á hráefninu hjá Rubén Barrios. Sjávarútvegsráðherra Katalóníu kom í heimsókn á íslenska básinn og hreifst af ELDHÚSINU og þá kom einnig sendiherra Íslands í París, Berglind Ásgeirsdóttir, á sýninguna.

Tuttugu og sex íslensk fyrirtæki taka þátt í markaðssamstarfi um að kynna íslenskar saltfiskafurðir undir kjörorðinu "Taste and share the secret of Icelandic Bacalao". Lögð er áhersla á gæði, uppruna og hreinleika í kynningunni sem og fagmennsku og færni í að viðhalda ferskleika og bragðgæðum afurðanna. Íslenska þorpið er notað sem "rödd" í kynningunni og er ELDHÚSIÐ sem notað var í Inspired by Iceland verkefninu, táknmynd íslenska þorpsins.

Eftir sýninguna í Barcelona mun ELDHÚSIÐ fara til Lissabon og Bilbao þar sem blaðamönnum og gestum verður boðið að smakka íslenskan saltfisk á fjölförnum stöðum. Íslenskur saltfiskur verður einnig kynntur á Ítalíu þar sem áherslan verður á  Napólí og S-Ítalíu.

Þátttökufyrirtækin 26 í verkefninu eru þessi: Auðbjörg, Dino, Eimskip, FISK Seafood, Fiskkaup, Fínfiskur, Golden Seafood Company, Hafnarnes VER, Hraðfrystihúsið–Gunnvör, Iceland Seafood International, Icelandic Group, J. Benediktsson, Jakob Valgeir, KG Fiskverkun, Nesfiskur, Oddi, Saltkaup, Samhentir, Samskip, Skinney–Þinganes, Sæport, Valafell, Vinnslustöðin, Vísir, Þorbjörn og Þórsberg.

Nánari upplýsingar um verkefnið veita:

Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is, sími 511 4000
Björgvin Þór Björgvinsson, bjorgvin@islandsstofa.is, sími 511 4000

Neðst á síðunni má sjá myndir frá Seafood Barcelona

Samfélagsmiðlar

Megináherslan í þessum kynningum er á vefnum, samfélagsmiðlum og viðburðum á mörkuðum. Kynningunni verður beint markvisst að blaðamönnum, matreiðslumönnun og veitingastöðum sem og innflytjendum/dreifingaraðilinum á íslenskum saltfiski. 

Hér má sjá vefsíðu fyrir verkefnið á spænsku og hér að neðan má finna tengla inn á samfélagsmiðla verkefnisins á Spáni:

-       Facebook

-       Twitter

-       Youtube

-       Pinterest

Umfjöllun á Barcelona TV (mínúta 13:38)

Myndir frá Seaffod Barcelona