Hátíð íslenska fisksins hafin í Bretlandi
Nú er hafin markaðsherferð á Bretlandseyjum til að auka vitund fólks um gæði og heilnæmi íslensks fisks og að fiskistofnar við Ísland séu nýttir á sjálfbæran hátt. Best er að borða fisk tvisvar í viku allt árið um kring eins og segir í nýrri auglýsingu, enda hrein og holl afurð. „Merry Fishmas!“