Þátttaka fyrirtækja 

Verkefnið Iceland Responsible Fisheries er til komið vegna frumkvæðis fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi og er eitt af mikilvægustu kynningarverkefnum sem greinin hefur ráðist í sameiginlega.

Ávinningur einstakra fyrirtækja af þátttöku í verkefninu er fjölþættur. Fyrirtæki hafa aðgengi að markaðs- og kynningarefni og ýmis konar aðstoð við að kynna íslenskan uppruna, ábyrgar fiskveiðar og vottunina. Vefsíðan og annað kynningarefni auðveldar kaupendum erlendis aðgengi að upplýsingum. Samhæft kynningarstarf skilar sér í markvissari kynningu á íslenskum sjávarafurðum og bættri ímynd.

Aðild - notkun á upprunamerki

Fyrirtæki sem veiða, vinna og selja fisk sem veiddur er í íslenskri lögsögu geta sótt um heimild til að nota upprunamerkið í markaðsstarfi. Heimildin gildir einnig um deilistofna sem geta verið veiddir innan eða utan lögsögu, en þá er skilyrt að heildarsamkomulag liggi  fyrir um stjórn veiðanna. Þau fyrirtæki sem hlotið hafa vottun á rekjanleika geta sótt um heimild til notkunar á auðkenni vottunar. Athygli er vakin á að ákveðnar reglur gilda um notkun merkjanna, sem aðilar skuldbinda sig til að fylgja þegar sótt er um.

Fyrirtækin fá sendar leiðbeiningar um notkun merkisins, logo/merki í mismunandi útfærslum og hönnunarstaðal. Senda skal sýnishorn af umbúðum með merkinu (artwork) frá umbúðahönnuði áður en notkun hefst, helst rafrænt á tölvupóstfangið sigrid@irff.is og fá samþykki til að tryggja rétta notkun merkisins.

HÉR MÁ SÆKJA UM

Gjald

Fyrirtæki sem eru aðilar að Iceland Responsible Fisheries greiða skráningargjald í kjölfar umsóknar um heimild til að nota upprunamerki og/eða auðkenni vottunar. Gjaldið er kr. 90.000. Skráningargjaldið gildir fyrir bæði merkin, þ.e. þeir sem þegar hafa greitt skráningargjald fyrir upprunamerkið þurfa ekki að greiða framangreint skráningargjald þegar heimild er veitt til að nota auðkenni vottunar.

Stjórn Ábyrgra fiskveiða ses. hefur samþykkt að gjald, sem standa mun undir rekstri ÁF. ses og markaðsstarfi sem er eftirfarandi: Framleiðendur og útflytjendur íslenskra sjávarafurða greiði hver um sig félagsgjald sem nemur 0,25 prómillum af FOB útflutningstekjum (kr. 250 af hverri milljón). Útflytjendur greiði gjaldið af sínum tekjum án þess að rukka framleiðendur um það. Miðað verður við FOB verð síðasta almanaksárs þegar gjaldið er reiknað og er það innheimt ársfjórðungslega. Upphæð greiðslu miðast við hlutfall af almanaksári þegar sótt er um aðild og gjald er reiknað. 

Rekjanleikavottun

Fyrirtæki sem óska eftir að fá úttekt og vottun á rekjanleika, semja  um greiðslu fyrir þá úttekt við vottunaraðila, Global Trust Certification - NSF.