Greiningar

Kortlagning matvælageirans

Íslandsstofa lét framkvæma spurningakönnun meðal matvælafyrirtækja í júní 2015, tölfræðigreiningu fyrir útflutning og gerði skýrslu með niðurstöðum viðtala við fyrirtæki og forsvarsmenn hagsmunasamtaka í matvælageiranum. Tilgangur kortlagningarinnar var m.a. að gefa yfirsýn og innsýn í framleiðslugreinar matvæla, kanna stöðu útflutnings og helstu útflutningsmarkaði, kanna þörf á handleiðslu og áhuga fyrirtækja í greininni á að taka þátt í samstarfi í markaðsverkefnum erlendis.  Allar þessar skýrslur eru aðgengilegar á vef Íslandsstofu.

Gerð var sérstök skýrsla upp úr könnun Gallup með svörum sjávarútvegsfyrirtækjanna sem hægt er að skoða hér.